flökkutaug

hvað er flökkutaug

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Flökkutaug er annað nafn yfir stóra og mikilvæga taug sem heitir Vagustaugin. Orðið „vagus“ þýðir í raun „ráfandi“ á Latínu – og það er nákvæmlega það sem vagus taugin gerir, hún ráfar niður líkamann, og snertir öll helstu líffæri í leiðinni. Kjarnar taugarinnar eru í mænukylfu og er þessi taug sú flóknasta hvað varðar samsetningu taugaþráða. Vagus taugin liggur frá botni heilans niður gegnum hálsinn og svo kvíslast hún út í bringuna og teygir sig alla leið niður í maga Parasympatískir taugaþræðir ítauga hjarta, lungu, bris, lifur, milta nýru, nýrnahettur, slétta vöðva og kirtla í vélinda, í meltingarvegi að þverristli og barka og berkjur í lungum. Þar fyrir utan ítauga hreyfiþræðir n. vagus vöðva í koki og hálsi, og skyntaugaþræði í hlust og hljóðhimnu. Skyntaugaþræðir liggja frá þessum sömu líffærum til mænukylfu. Vagustaugin er mikilvæg samskiptabraut milli líkamans og heilans en hún vinnur við að stýra öndun, hjartslætti, vöðvum, meltingu, koki, raddböndum og fleira. Í fullorðnum er þessi taug um það bil 60 cm löng. Ef einkenni eins og þrengsli í koki, ör hjartsláttur, vöðvastífleiki eða vöðvapasmi, þrenging í brjóstkassa eru til staðar er mjög líklega Vagustaugin okkar eitthvað löskuð. Hægt er með réttum aðferðum að hjálpa vagustauginni að ná upprunalegum takti eins og t.d. slökun, streitulosun sem hentar eða bara mjúkt sjálfsnudd á hnakka.

Læt fylgja með grein um 9 staðreyndir um Vagustaugina, flökkutaugina.

http://mentalfloss.com/article/65710/9-nervy-facts-about-vagus-nerve

Gangi þér vel

Thelma Kristjánssdóttir, hjúkrunarfræðingur