Forhúðsvandamál

Fyrirspurn:

Hæ,hæ ég er 23 ára karlmaður og ég á við forhúðsvandamál að stírða. Þannig er mál með vexti að síðasta sumar þá fékk ég sveppasíkingu og varð þá forhúðin á mér mjög þröng og fór til læknis og fékk Dektakork (veit ekki hvennig það er skrifað) við því. Kærasta mín fékk líka sveppasýkingu og byrjaði líka að nota þetta krem. Eftir 1 eða 2 vikur vorum við bæði í fína lagi og héldum áfram að stunda kynlíf.
Síðan þetta gerðist hefur forhúðin átt það til að vera voðalega þröng og þurr, ég hélt first að þetta væri bara sveppasýking aftur og er búinn að vera að prófa að bera kremið á mig aftur en þetta lagast ekki neitt og kærestan mín er heldur ekki með sveppasýkingu. þetta er orðið mjög pirrandi og hefur mikil áhrif á kynlíf okkar. Á ég að fara til læknis og þá hverskonar (bý út á landi). Vonadi getur þú sagt mér hvað þetta er eða hvað ég á að gera.

Aldur:
23

Kyn:
Karlmaður 

Svar: 

Sæll,

Sennilega er um að ræða sérstakan sjúkdóm í forhúðinni (ekki sveppasýkingu eins og áður var), sem veldur þessum einkennum. Hann getur breytt teygjanleika og þykkt húðarinnar en til að fá úr þessu skorið er rétt að leita til þvagfæraskurðlæknis, sem gæti þá sagt þér hvaða úrræði henta. Stundum geta ákveðin krem hjálpað, en einnig getur komið til þess að laga þurfi slíkan sjúkdóm með lítilli aðgerð á forhúð.
 
Valur Þór Marteinsson,
Sérfræðingur í þvagfæraskurðlækningum