Fyrirtíðaspenna

Fyrirspurn:

Ég hef verið að finna fyrir því síðastliðna mánuði að í nokkra daga fyrir blæðingar verð ég ómöguleg í skapinu.  Ég verð mjög þung, döpur og reið og læt allt fara í skapið á mér.  Þegar verst lætur langar  mig helst til þess að sofna og vakna ekki aftur.  Ég hef áður upplifað tímabil sem þetta og tengdi það því að ég var að byrja að taka Tamoxifen.  Núna á ég erfitt með að tengja þetta við eitthvað ákveðið.  Er reyndar að vinna í því að draga úr og hætta brjóstagjöf en ég er með 12 mánaða gamalt barn á brjósti.  Mér er farið að líða mjög illa út af þessu og þetta bitnar einnig á fjölskyldunni minni og vinnu. Spurningin er hvort ég geti gert eitthvað til þess að draga úr þessum einkennum eða losna við þau?

Með fyrirfram þökk.

Aldur:

36

Kyn:

Kvenmaður

Svar:

Sæl vertu og takk fyrir fyrirspurnina,

Það sem þú ert að lýsa hljómar eins og hið vel þekkta fyrirtíðaspenna sem hrjáir svo margar konur og ýmis ráð við henni. Ég set hér með tengil á grein af Doktor.is sem ég vona að varpi einhverju ljósi á þetta vandamál.

Hins vegar tel ég skynsamlegt af lýsingunni þinni að þú heyrir í heimilislækninum þínum og ræðir leiðir sem henta þér til að fá bót á þessarri líðan.

Gangi þér vel,

Guðrún Gyða, hjúkrunarfræðingur