Geðsjúkdómar og sjón!

Góðan dag,

Getur geðsjúkdómur, t.d. þunglyndi, kvíði eða jafnvel geðklofi
haft áhrif á sjón manns. Ég hef nýlega farið til augnlæknis og mér
var sagt að sjónin væri mjög góð. Sam sem áður finnst mér sjónskynið
vera furðulegt að ekki eins og það ætti að vera. Stundum svona
hálf súrríalist?

Sæl / sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er gott að þú sért búin að fara til augnlæknis og láta athuga sjónina og frábært að hún sé í lagi.

Þú lýsir samt sjónskyninu – sem furðulegu eða súrealísku. Þú getur þá verið viss um að það sé ekki sjónin sjálf sem er slæm, augnlæknir hefur staðfest það.

Hugsanlega hefur það þá eitthvað með skynjunin að gera. þ.e. hvernig heilinn túlkar það sem þú sérð.

Nú veit ég ekki hvort þú sért með geðklofa en af því þú nefnir hann þá er það svo að skynjunartruflanir eru algengar hjá geðklofasjúklingum. Ofskynjanir geta tengst öllum skynfærunum og koma fram sem truflanir á heyrnar-, sjón-, snerti-, bragð- og lyktarskyni.

Gangi þér vel,

Svanbjörg Pálsdóttir

Hjúkrunarfræðingur