Gelísprautun í andlit?

Spurning:
Mig langar ad spurja lytalænir um gelísprautun í andlit. Eg for í slíkt í ágúst var sagt að það myndi duga i nokkra manuði.  Ég borgaði 70 þusund kronur fyrir þetta.  Mer finnst þetta mjog dyrt samt fekk eg afslatt þar sem eg er öryrki.  En nú finnst mér ég ekkert betri en áður.  Er þetta ódyrara hjá lytalækni?  Og endist það lengur?   Hvað kostar andlitslyfting?  Er hun hættuleg eða erfið?
Svar:

Komdu sæl. Gelísprautun ætti að endast álíka lengi sama hver sprautar efninu í. Persónulega mæli ég með að það sé gert af lýtalækni með góða reynslu. Kosnaður miðast við magn efnis sem sprautað er og getur því verið mismunandi. Andlitslyfting er góð aðgerð þegar við á og til eru stig á því sem er gert miðið við útlit viðkomandi. Því mæli ég með að þú komir á stofu til að ræða frekar um Andlitslyftingu hvað þarf að gera og hvað það kostar.   Öllum aðgerðum fylgir einhver áhætta en sem betur fer eru þær sjaldgæfar.

Kær kveðja Ottó