Getur Colostrum verið skaðlegt heilsu manna?

Spurning:
Getur Colostrum verið skaðlegt heilsu manna?
Svar:
Ég sé ekki betur en að colostrum sé það sem áður fyrr var kallað broddur eða ábrystir, en það er fyrsta mjólkin sem kýrin mjólkar eftir burð.Ég sé ekki ástæðu til að ætla að þetta sé skaðlegri en venjuleg mjólk. Hins vegar held ég að neysla þessa sé fólki nein sérstök heilsubót. Mótefni sem broddurinn inniheldur nýtist nýfæddum kálfum sem hafa meltingarfæri mjög ólík okkar. Við meltum þau eins og önnur prótein og þau færa okkur því enga vernd gegn sjúkdómum.Ég geri ekki ráð fyrir að framboð á mjólk úr konum sem nýbúnar eru að fæða sé það mikil að um verslunarvöru sé að ræða. Ef svo er væri það í hæsta máta siðlaust gagnvart þeim nýfæddu börnum sem gætu haft gagn af henni.Finnbogi Rútur Hálfdanarson lyfjafræðingur