Ég tók eftir blóði í þvagi og fannst vont að pissa. Stuttu síðar fór ég aftur, og þá var meira blóð en líka tilfinning eins og eitthvað losnaði, einskonar stífla. Þetta var mjög sárt, en tók fljótt af.
Þetta var í gærkvöldi. Í morgun var allt eðlilegt. Ég hef haft tíð þvaglát síðustu daga, en ekki greint lykt, verki eða önnur bólgueinkenni.
Kveðja,
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.
Miðað við einkennin sem þú lýsir hefur þetta líklega verið nýrnasteinn sem þú hefur skilað af þér og losnað þannig við óþægindin. Algengast er að fólk fái nýrnastein einu sinni og svo aldrei framar en sumir fá steina aftur og aftur. Á síðustu 20 árum hefur tíðni nýrnasteina farið vaxandi, ekki síst meðal kvenna, en ástæður þessarar aukningar eru óþekktar. Læt fylgja með frekara lesefni um málið.
Gangi þér vel.
https://doktor.is/sjukdomur/nyrnasteinar
https://www.visindavefur.is/svar.php?id=4459
með kveðju,
Thelma Kristjánsdóttir
Hjúkrunarfræðingur.