þarf að leita til læknis eða lækanst þetta?
Gyllinæð eru bólgnar bláæðar eða æðahnútar sem geta bæði verið innan í endaþarmi eða legið út úr honum. Gyllinæð er ekki hættuleg en getur aftur á móti valdið viðkomandi miklum verkjum og/eða óþægindum. Helstu einkenni eru útbungun við endaþarmsop, ferskt blóð með hægðum, kláði við endaþarm, verkir við endaþarm o.fl.
Algengustu orsakir gyllinæðar eru hægðatregða eða aukinn þrýstingur frá kviðarholi (t.d. í tengslum við meðgöngu eða offitu).
Það er algengt að hægt sé að losna við gyllinæð að sjálfu sér með því að fylgja eftirfarandi ráðum, en þau snúast að mestu leiti að því að halda hægðum mjúkum til að draga úr þrýsting á endaþarm. Eru fyrstu skrefin því að prufa að :
- Borða trefjaríkt fæði
- Drekka vel af vatni dag hvern
- Dagleg hreyfing
- Volgt bað – eykur blóðflæði og slakar á vöðvum við endaþarm
- Kæling – gel, kælipokar geta dregið úr verkjum og kláða
- Ekki sytja lengi á salerni, né rembast lengi við hægðalosun – eykur þrýsting á endaþarm
- Nota mjúkann salernispappír, halda húð hreinni og þurri
- Halda koffín og áfengisneyslu í lágmarki – getur ýtt undir harðar hægðir
- Ef þörf á verkjalyfjum skal notast við paracetamol en forðast lyf sem innihalda kóden vegna herðandi áhrifum á hægðir
- Til eru lyf í lausasölu sem hægt er að nálgast upplýsingar um í apóteki – ekki ætti að nota þau í lengri tíma en viku án samráðs við lækni
Ef búið er að fylgja þessum ráðum heima í viku og gyllinæð hefur ekki gengið til baka, er næsta skref að leita til síns heimilislæknis. Eftir lækniskoðun er algengast að lyfjum sé ávísað, og eru stílar þar lyfjaform sem helst er stutt við, einnig er algengt að styðjast við stíla og krem samtímis til að auka virkni og áhrif lyfjanna.
Alltaf skal leita til læknis ef
- Blæðing úr endaþarmi
- Slím eða hægðir renna úr endaþarmi
- Gröftur kemur úr gyllinæð
- Mikill sársauki er við hægðalosun
- Gyllinæð kemur endurtekið (t.d þrátt fyrir að heimaráðum sé fylgt eftir)
- Hiti eða almenn veikindaeinkenni gera vart við sig
Gangi þér vel
Erla Guðlaug Steingrímsdóttir, Hjúkrunarfræðingur