Hægðir hjá ungabarni?

Spurning:
Ég eignaðist litla dóttur fyrir viku síðan akkúrat upp á dag. Hún er á brjósti en einnig líka á mjólkurdufti því ég mjólka ekki nóg handa henni en vil samt að hún fái eins mikið af brjóstamjólk og hægt er, en hún þarf þó samt að fá ábót. Ég lenti í þessu líka með mitt fyrra barn. Spurning mín er sú, hvenær er eðlilegt að börnin hafi hægðir? Stúlkan litla kúkaði þessu svokallaða ,,barnabiki" daginn sem hún fæddist en síðan hefur lítið meira gerast í hægðamálum hennar. Hvenær á ég að fara að hafa áhyggjur?

Svar:
Fái barn þurrmjólk með brjóstamjólkinni getur það valdið hægðatregðu. Brjóstamjólkin er hins vegar hægðalosandi og því meira sem barnið fær af henni því betri verða hægðirnar. Þú ættir endilega að ræða þetta við hjúkrunarfræðing/ljósmóður í ungbarnavernd og fá ráðleggingar um hvernig þú getir aukið mjólkina þína.

Kveðja,

Dagný Zoega, ljósmóðir