Háralitun á meðgöngu?

Spurning:
Hæ, hæ.
Ég er ófrísk, gengin 17 vikur, og var að velta því fyrir mér hvernig væri með hárlitun og augnháralitun. Er betra að fara á stofu í litun, eða gera það sjálfur heima með búðalitum? Einnig var ég að pæla í háreyðingu á bikinísvæði. Er í lagi að nota háreyðingarkrem á þetta svæði, eða er betra að raka? Getið þið gefið mér einhverjar upplýsingar. Takk fyrir frábæran vef, bumbulína

Svar:
Það hefur nú ekki verið sýnt fram á að nútíma hárlitir valdi fósturskaða en væri þó rétt af þér að láta lita þig á stofu og segja hársnyrtinum af þunguninni áður en hann hefst handa við að blanda lit. Háreyðingakrem er á sama hátt talið skaðlaust fóstrinu en þú skalt gæta þess að húðin er oft viðkvæmari á meðgöngu en vanalega og hættara við útbrotum.

Kveðja,

Dagný Zoega, ljósmóðir