Hárlos

Halló ég er 68 ára gömul með mikið hárlos. Hver getur orsökin verið og hvað er til ráða.Þetta er búið að vera í marga mánuði og er að aukast.

Kveðja

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,

Hárlos getur verið tímabundið eða varanlegt og getur það verið staðbundið á hársverðinum eða haft áhrif á öll líkamshár. Orsökin getur ýmist tengst erfðum, hormónabreytingum, sjúkdómum eða verið partur af eðlilegri öldrun.

Til eru ýmsar meðferðir og lyf við hárlosi og miðast þær að miklu leyti af orsök þess. Hins vegar ef hársvörðurinn er mjög þurr, gæti reynst hjálplegt að bera olíu eða rakakrem á hann. Sömuleiðis ef þú ert ekki að fá næga næringu gegnum fæðu, gætu vítamín (svo sem D, B og E vítamín) stutt við hárvöxt og styrkt hársvörðinn.

Þegar hárlos gerist skyndilega eða þegar það flosnar af í miklu magni, t.d við hárþvott eða þegar átt er við hárið á einhvern hátt, er ráðlagt að heyra strax í lækni. Til eru meðferðir við slíku sem geta hugsanlega komið í veg fyrir enn frekara hárlos.

Ég ráðlegg þér að heyra sem fyrst í þínum lækni i ef hárlosið heldur áfram og eða versnar, þar sem ástæður þess geta verið ýmsar.

Gangi þér vel,

kveðja

Rebekka Ásmundsdóttir

Hjúkrunarfræðingur