Hella fyrir eyrum

Sæl
Fékk covid eins og flestir, með smá kvefi (nefrennsli ) o.fl. amk. í 3-4 vikur.
Er síðan með hellu fyrir báðum eyrum og suð sem er reyndar búið að vera lengi.- engin önnur óþægindi.
Áttu svar við þessu?

Kveðja,

Sæll , og takk fyrir fyrirspurnina

Það eru ýmsar orsakir sem geta valdið hellu og/eða eyrnasuði og í raun erfitt að greina hvað veldur því nema að fá ítarlegri sögu og framkvæma skoðun.
Þrýstingur í nef- og eyrnagöngum eftir kvefpestir, eyrnabólga, vökvi í eyra, ennis og kinnholusýkingar ásamt ýmsu fleiru geta verið valdur af svona einkennum, og lausnirnar geta verið mismunandi.

Heimilisráð til að losna við hellu geta verið að halda fyrir nef og blása út í eyrun, geyspa, tyggja tyggigúmmí eða hella sjóðandi vatni yfir tissjú sem sett er á milli tveggja plast eða pappa glasa sem sett eru yfir eyrun (en gufan frá því getur losað helluna).

Ef ekkert af þessum heimilisráðum virka til þess að losa helluna, og hún ásamt suðinu er áfram viðvarandi myndi ég mæla eindregið með að panta tíma hjá þínum heimilislækni svo hann geti skorið úr um hvað er að valda einkennunum og hvernig best sé að leysa úr þessu fyrir þig.

Gangi þér vel

Erla Guðlaug
Hjúkrunarfræðingur