Spurning:
Mig langar að fá upplýsingar í sambandi við herpes og meðgöngu. Ég hef oft áður fengið útbrot en þau hafa alltaf verið mjög væg (fara fljótt) og aldrei á kynfærunum sjálfum, heldur bara lítill blettur á annarri rasskinn. Málið er að ég er núna gengin 40 vikur og fékk núna útbrot. Ég er að deyja úr stressi með hvort það sé í lagi að ég fæði á eðlilegan hátt eða hvort ég þurfi að fara í keisara þó þessi litlu útbrot séu hvergi nærri fæðingarvegi? Er með miklar áhyggjur af þessu…..
Svar:
Sæl.
Ef engin útbrot finnast við fæðingarveg er alveg mögulegt að þú getir fætt en það verður læknir endanlega að skera úr um þegar þú kemur inn til fæðingar. Láttu vita af þessu þegar þú kemur að fæða og þá er þetta metið strax.
Vona að þetta gangi vel hjá þér.
Kveðja,
Dagný Zoega, ljósmóðir