Hidradenitis supporativa?

Spurning:
Fyrir nokkuð löngum tíma sendi ég inn fyrirspurn um ,,sjúkdóm" sem hefur hrjáð mig frá unglingsaldri, og hvergi virðist vera hægt að nálgast upplýsingar um, og því síður úrræði. Hann nefnist ef ég man þetta rétt hidradenitis supporativa, hef ekki hugmynd um hvort yfirleitt er til eitthvað íslenskt heiti á þessu. Ég hef ekki fengið neitt svar við þessu, eða grein svo ég er að velta fyrir mér hvort kannski komi að því. Þetta er vissulega ekki bráðatilvik

Svar:
Komdu sæll. Þakka þér fyrirspurnina. Læknisfræðiheitið HIDRADENITIS SUPPURATIVA felur í sér bólgumyndun í hársekkjum, fitu- og svitakirtlum húðarinnar. Sýking getur komist í þetta og þá myndast gröftur sem meðhöndla þarf með sýklalyfjum. Í slæmum tilfellum getur þurft að skera á og hleypa greftrinum út. Þegar gröfturinn hefur hreinsast út getur verið ör á eftir. Oftast er þetta mein að finna í handarkrikunum. E.t.v. í nára. Orsökin fyrir þessum vanda er ókunn en er talið vera slæm myndun af bóluvandamáli.

Þetta mein er álitið vera arfgengt. Ég ráðlegg þér að leita til sérfræðings í húðsjúkdómum sem getur gefið þér allar frekari upplýsingar.

Bestu kveðjur, Hrönn Guðmundsdóttir