Hiti

Hæ ég er að velta fyrir mér ef að fullorðin er með 40 stiga hita. Hvað er best að gera til að hjálpa einstklingum til að ná bata?

 

Sæl / sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Hitalækkandi lyf td Parasetamól 500 mg – 2 töflur í einu á fjögurra tíma fresti er mjög gott að taka inn til að lækka hita.

Það er einnig verkjalyf sem slær á beinverki sem gjarnan fylgja háum hita.

Þannig líður sjúklingi betur því hár hiti veldur talsverðri vanlíðan.

Lyfið flýtir ekki beint fyrir bata – ef hár hiti er t.d. vegna víruspestar taka veikindin jafn langan tíma hvort sem gefið er hitalækkandi eða ekki.

En líðanin verður betri á meðan á veikindunum stendur.

Gangi þér vel,

 

Svanbjörg Pálsdóttir

Hjúkrunarfræðingur