Hlé á lyfjatöku

Hef verið á Cloxabix 200 mg sl. 2 mánuði, eftir hvað langan tíma þarf ég að taka hlé á inntöku þess.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Cloxabix er sérhæft gigtarlyf mðe bólgueyðandi verkun. Í leiðbeiningunum sem lyfinu fylgja segir að:

„langtímanotkun lyfsins ætti að vera án vandkvæða. Þó er ráðlegt að fara reglulega í skoðun til læknis ef þú þarft að nota lyfið lengur en í nokkra mánuði í senn.“

og

„Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.“

Þess vegna skaltu ráðfæra þig við lækni varðandi hvort þú eigir að vera áfram á lyfinu og ekki hætta að taka það nema í samráði við lækninn þinn.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfærðingur