20 ára stúlkan okkar er með ADD…. Sem amma og afa langar okkur að fá smá innsýn í hvað er þessi greining.
Góðan daginn og takk fyrir fyrirspurnina
ADD (attention deficit disorder) er hugtak notað til að lýsa taugaþroskaröskun sem einkennist af athyglisbresti, erfiðleikum með einbeitingu og námi. ADD er í stuttu máli athyglisbrestur án ofvirkni. Dæmi um einkenni “ADD” hjá fullorðnum geta meðal annars verið erfiðleikar við einbeitingu í skóla eða vinnu, skert tímaskyn, minnistruflanir (t.d gleyma ítrekað læknatímum) og eiga það til að fresta hlutum sem liggja fyrir. Námserfiðleikar á borð við lestrar og málerfiðleikar eru verulega algengir. Tíðni kvíða og depurðar er tiltölulega há hjá einstaklingum með athyglisbrest, og þá er mikilvægt að leita sér faglegrar aðstoðar.
ADD er ekki sjúkdómur og því útilokað að lækna það. Greining sem þessi er ekki alls slæm, og því fyrr sem einstaklingar greinast því fyrr geta þeir hafið meðferð. Til frekari upplýsinga mælum við með heimasíðu ADHD samtakana sem veitir frekari upplýsinga; https://www.adhd.is/is/um-adhd/hvad-er-adhd
Gangi ykkur vel
Kveðja,
Rebekka Ásmundsdóttir