Hvað er kalksteinn. Mér var sagt að ég þurfi aðgerð er mjög verkjuð um líkamann. Læknirinn sagði að ég yrði betri af verkjum ef þessi kalksteinn yrði rekinn. Og er lág í kalíum. Og líka ein spurning en er með mikinn sviða á yljunum eins og bruni og mikill roði.
Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina
Kalksteinn eða kalkútfelling getur myndast í raun hvar sem er í líkamanum og ekki að fullu ljóst hvers vegna það gerist. Það fer svo eftir því hvar þessi kalkmyndun safnast saman og í hve miklum mæli hve mikil einkenni verða. Oft er þetta algerlega einkennalaust en stundum veldur þetta miklum óþægindum og ef líkaminn nær ekki að hreinsa þetta sjálfur getur þurft að fjarlægja það með aðgerð.
Ekki eru talin vera sérstök tengsl milli kalíumskorts og kalkútfellinga. Kalíum er lífsnauðsynlegt steinefni sem meðal annars hjálpar starfssemi vöðva. Kalíum kemur úr fæðunni sem við borðum. Skort á kalíum má stundum rekja til aukaverkana af lyfjum, t.d. blóðþrýstingslyfja. Þú skalt endileg ræða þetta betur við lækninn þinn sem og einkennin frá fótunum.
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur