Hvað meðul eru til við mígraine .Ljósfælni.?

Hvaða meðul eru til við migraine.? Ljósfælni er mjög mikil..Er að taka inn Gabapentin. Mér finnst það ekkert duga 600 mg á kvöldi og 300 mg í háteiginu er líka að fá einstöku sinnum mikla taugaverki.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Lyf við mígreni eru fjölmörg og er oftast fullnægjandi fyrir sjúklinga að grípa til venjulegra verkjalyfja eða sérstakra mígrenilyfja þegar þeir fá kast eða finna að verkjakast er í aðsigi. Lyf þarf að taka eins fljótt og hægt er því það er miklu erfiðara að eiga við verki þegar þeir eru sem verstir. Venjuleg verkjalyf fást án lyfseðils og eru ýmis lyf sem innihalda acetýlsalisýlsýru, paracetamól eða íbúprófen, best er ef slík lyf duga. Sérstök mígrenilyf innihalda ergotamín eða súmatriptan og hafa bæði þessi lyf svipaða verkun og taugaboðefnið serótónín að þau draga saman æðar. Hér má finna lista yfir þessi lyf. Þessi lyf hafa samt aukaverkanir og þarf oft að prufa lyf til að finna hvað hentar hverjum og einum. Nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós að mígreni er ekki einfalt og auðvelt meðhöndlunar því einnig getur verið um truflun á taugastarfsemi að ræða. Þess vegna hafa augu manna beinst að taugaboðefninu serótónín (5-hýdroxýtrýptamín eða 5-HT) því sum þeirra lyfja sem gagnast best við mígrenikasti hafa svipuð áhrif og serótónín í líkamanum. Rannsóknir hafa líka sýnt fram á að sumar matvörur  eins og t.d. ólífuolía, lýsi og matur ríkur af Omega 3 getur dregið verulega úr tíðni og lengd kasta. Magnesíumríkar vörur geta líka hjálpað því vísindamenn hafa sýnt fram á að magnesíummagn í líkama mígrenisjúklinga er alla jafna lægra en há öðrum. Hins vegar eru líka fæðutegundir sem ber að varast því þær geta ýtt undir verkjaköst, þetta eru t.d. unnar kjötvörur, sumir ostar, egg, vín, baunir, djúpsteiktur matur, sítrusávextir og hvítlaukur. Til að finna út hvort tengsl séu á milli neyslufæðu og verkjakasta er gott að halda matardagbók. Ég læt svo fylgja með slóðir á frekari upplýsingar um efnið.

Gangi þér/ykkur vel.

 

https://doktor.is/grein/botox-vid-langvinnu-migreni

https://notendur.hi.is/magjoh/kennsla/migreni.htm

https://heilsa.is/fraedsla/heilsufar/heili-og-taugakerfi/migreni

 

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.