Hvað er Fontex lengi að byrja að virka?

Spurning:
Góðan dag
Ég hef eina spurningu til ykkar. Hvað tekur langan tíma að fá fram virkni þegar maður er að byrja að taka Fontex?

Svar:
Það á við um Fontex (flúoxetín) eins og flest önnur þunglyndislyf, að það tekur nokkrar vikur að ná fram fullri verkun. Þetta er eitthvað mismunandi milli lyfja og mjög einstaklingsbundið. Ekki er því hægt að gefa upp með neinni vissu hversu langan tíma það tekur. Einnig getur það komið fyrir að sjúklingur finnur ekki skýrt fyrir bata þó svo að læknir greini hann með þeim prófunaraðferðum hann hann notar. Þú skalt alla vega sýna lyfinu þolinmæði í nokkrar vikur og hlíta ráðum læknisins í sambandi við lyfjatökuna.

Finnbogi Rútur Hálfdanarson lyfjafræðingur