Hvað er Húðskrift?

Spurning:
Hvað er Húðskrift (Dermograpfism) og hvað veldur því?

Svar:
Komdu sæl. Þakka þér fyrirspurnina.
Dermographismi er algengasta form Urticariu – ofnæmisútbrota. Um 2-5% fólks á öllum aldri getur fengið slík útbrot en algengust er tíðnin hjá ungu fólki – á tuttugasta og þrítugasta aldursskeiðinu. Aukin tíðni er t.d. hjá konum á seinni hluta meðgöngu og síðar í byrjun breytingaskeiðsins.

Útbrotin koma oftast fram innan 5 mínútna eftir þéttar/fastar húðstrokur og geta staðið í 15-30 mín. Stundum kemur þetta fram hægar og getur þá staðið í nokkrar klst. jafnvel upp í nokkra daga. Útbrotin mynda rauða línu vegna útvíkkunar á háræðum með tilheyrandi roða, bólgu og miklum kláða vegna Histamin losunar.

Orsökin er óþekkt en talið er að vírus eða sýking geti valdið þessu. Einnig er talið að hiti t.d. heitt bað, þrýstingur/núningur frá fötum/handklæðum geti framkallað slík viðbrögð auk líkamlegrar áreynslu, streitu og tilfinningálags.

Ég ráðlegg þér að leita til sérfræðings í húðsjúkdómalækningum eða til þíns heimilislæknis. Læknirinn lætur þig fá viðeigandi meðferð.

Bestu kveðjur, Hrönn Guðmundsdóttir.