Hvað er kynkuldi?

Spurning:
Geturðu útskýrt fyrir mér hvað kynkuldi er ég myndi helst vilja að fá að vita það svar úr ALHEIMSORÐABÓK því maki minn segir að ég sé KYNKÖLD?

Svar:
,,Kynkuldi" er orð sem telst úrelt í dag en var upphaflega íslenska þýðingin á enska heitinu ,,frigid". Notkun þessa orðs telst frekar niðrandi. Núna er komin annar og betri skilningur á því þegar pör deila ekki sama áhuga eða löngun á að stunda kynmök. Í dag er helst talað um ,,misræmi í kynlöngun" og ég skrifaði nýlega grein um mismunandi kynlöngun hjá kynjunum hjá doktor.is og hvet ykkur til að lesa hana, sérstaklega seinni hluta hennar. Sjá: grein um mismunandi kynlífslöngun Tíðni kynmaka eru því miður frekar lélegur mælikvarði á hvort kynlífssamskipti séu gefandi, ánægjuleg eða skapi vellíðan. Ég les það á milli línanna í spurningu þinni að það sé einhver pirringur í gangi, alla vega er tónninn svolítið ásakandi í ykkar samskiptum. Hvet ykkur til að skoða málin betur og e.t.v. með aðstoð fagfólks.

Jóna Ingibjörg Jónsdóttir,
Hjúkrunar- og kynfræðingur