Spurning:
Hvað getið þið sagt mér um urticaria, vírussýkingu? Sextán mánaða gömul dóttir mín var greind með þetta um helgina.
Svar:
Blessuð. Urticaria nefnist á íslensku bráðaofnæmi eða ofsakláði. Þetta eru einkennandi útbrot sem koma oft með ýmsum veirusýkingum, geta komið vegna ofnæmis gegn lyfjum, fæðu o.fl. en oft eru engin ljós tengsl við ofangreind atriði. Útbrotin ganga yfirleitt yfir á 1-2 dögum. Þeim fylgir oftast mikill kláði og hægt er að slá á kláðann með ofnæmislyfjum. Kveðja Þórólfur Guðnason