Spurning:
16 ára – kona Ég er þunglynd, ég búin að vera þunglynd í 1 og hálft ár! Það byrjaði þannig að pabbi og mamma voru alltaf að rífast og eru enn að því! Pabbi hefur slegið mömmu og þau rífast næstum alltaf þegar þau eru að drekka! Þetta fer rosalega mikið í mig því mamma mín er rosa þunglynd og enginn veit af því, ég sá bara þunglyndislyf ofan í töskunni hennar! Pabbi er leynilegur alki þótt hann viti það ekki sjálfur! Hann drekkur á hverjum einasta degi 2-3 bjóra og reynir alltaf að fela það fyrir okkur systkinunum!
Pabbi og bróðir minn (17) hafa beitt mig kynferðislegu ofbeldi! Ég má ekki búa heima og er því í fóstri hjá frænku minni! Ég er hjá sálfræðingi og allt þetta mál fór í barnahúsið, þó mömmu og þeim finnist þessi atvik sem gerðust ekki vera það alvarleg! Ég hugsa stanslaust um þetta aftur og aftur! Svo telja margir að eitthvað meira hafi gerst þegar ég var lítil, en málið er að ég man ekkert eftir neinu þegar ég var lítil, er það eðlilegt að muna ekkert í barnæsku eða er ég kannski búin að loka á eitthvað?
Ég skar mig oft á tímabili, reyndi 2 að fremja sjálfsmorð og það var alltaf verið við það að senda mig á Bugl! Miðað við þessar aðstæður ætti ég að vera send á Bugl? Ég er ekkert að skera mig núna en ég væri löngu byrjuð aftur að skera mig, en bara allir halda að mér líði vel núna en svo er ekki og ég vil ekki valda þeim vonbrigðum! Þegar mér líður illa þá tek ég inn bílveikistölfur! Var að hætta á þunglyndislyfjum og mamma og þau telja að ég þurfi ekki að byrja á þeim aftur! Ég hugsa oft um dauðan, bara aðeins eitt heldur mér hérna, en það er mamma! Pabbi er svo vondur við hana og líka bróðir minn og ég er sú eina sem ber virðingu fyrir henni! Ég er rosa kvíðin og ég þori varla að fara út í sjoppu, en kvíðinn minnkaði þegar ég fór í framhald!
Ég er einnig með mjög lítið sjálfsálit og ég reyni sem mest að forðast spegilinn! Mér finnst ég vera ein ljótasta manneskja á jörðinni! Einnig hef ég þannig hugsunarhátt að mér finnist ég vera feit! Ég hef oft reynt að æla en ekkert tekst og ég er enn að reyna! Ég er mjög lokuð manneskja og á því erfitt með að tjá mig! Þegar ég hitti sálfræðingin minn þá segi ég ekki neitt en svona af og til get ég tjáð tilfinningar mína í e-maili! Enn í dag líður mér rosa illa! Ég bara veit ekki hvað ég á að gera!? Ég bara er ekki að geta lifað þetta lengur!!! Ég er gráti nær þannig að ég ætla ekki að segja meira! 🙁 Spurningar eru svona inn á milli og vonandi geturðu svarað mér!
Svar:
Elsku vina Ástandið sem þú lýsir er ekki gott, þú þarft hjálp, þú þarft hjálp hjá sálfræðingnum þínum, en til þess að hann geti hjálpað þér verður þú að tala við hann. Þú þarft að segja honum frá því hvernig þér líður. Þú ert greinilega skynsöm og vel gefin stúlka, en það dugar skammt þegar manni líður svona illa eins og þér greinilega gerir. Þú þarft virkilega á því að halda að treysta, þú segir föður þinn og bróður hafa beitt þig kynferðislegu ofbeldi. Ég reikna með því að fyrst þú megir ekki búa heima þá hafi þetta mál hugsanlega farið alla leið og mamma þín viti af því en málið hafi ekki verið þess eðlis að aðrir líti svo á að um alvarlegt brot sé að ræða. Kannski finnst þér fjölskylda þín hafa brugðist þér, en þú verður að reyna að skilja þeirra sjónarmið líka. Nú býrð þú hjá frænku þinni, er það ekki bara ágætt eða langar þig aftur heim þrátt fyrir allt – ef svo er þá þarftu að ræða það við fjölskylduna þína og það þarf að fyrirgefa. Þú segir líka að þú getir ekki hætt að hugsa um þetta, hafir þú grafið eitthvað í æsku þá má það bara vera þar þú þarft frekar að reyna að hætta að hugsa um þessa hluti en að reyna að grafa meira upp, það er enginn bættari með því. Þá er spurningin af hverju getur þú ekki ýtt þessu frá þér. Kannski er aðal málið að þér líður illa og þú þarft að finna ástæðu fyrir því, það þarf ekki að vera að ástæðan liggi þarna heldur hugsanlega meira hjá sjálfri þér. Þú ert óörugg með þig, kvíðir því að fara út í sjoppu, átt erfitt með að tjá þig og forðast spegilinn. Þú verður að ræða þetta við þinn sálfræðing því það er allt þetta sem þarf að hjálpa þér með. Ég er nokkuð viss um að atferlisþjálfun gæti hjálpað þér, þú þarft að æfa þig í þessum þáttum, sættast við sjálfa þig eins og þú ert. Ég segi oft ,,a kúna ma tata" – mannstu úr Lion King – ,,Það skiptir ekki máli – það er liðið" Þú þarft að reyna að hugsa tilveruna á þann hátt, eða hin setningin hans Tímons ,,Feisaðu fram á við fortíðin er að baki". Þú getur ekki breytt því liðna og að festast í hugsunum um það sem var eða gerðist einhvern tíma er engum til g&oac
ute;ðs. hafi eitthvað gerst sem þú ert ósátt við verður þú að reyna að fyrirgefa það og fyrirgefa sjálfri þér það, svo þú getir haldið áfram. Settu þér markmið í lífinu, notaðu reynslu þína til þess að gera heiminn betri og verða betri manneskja. þú veist örugglega hvað þú vilt ekki og þarft að finna út hvað þú vilt, taktu stefnuna fram á við. Þú segist vera komin í framhaldsskóla, það er frábært þú getur greinilega lært, hvernig væri þá bara að verða eitthvað – verða kannski bara best í því. Ef þú ert haldin þunglyndi sem þú þarft að taka lyf við þá skaltu halda því áfram, það hjálpar þér bara og gerir þér kleift að einbeita þér að því sem þú ákveður að skipti máli. Ef þú getur ekki talað við sálfræðinginn þinn þá skaltu skrifa niður það sem þú vilt segja og taka það með þér í næsta tíma til hans. Réttu honum svo bara miðann, gefðu honum tíma til að lesa hann og síðan getið þið farið að tala saman. Gangi þér sem allra, allra best og ekki gefast upp, þér á eftir að líða betur og þú átt eftir að finna þér stað i lífinu. Með góðri kveðju, Jórunn Frímannsdóttir Hjúkrunarfræðingur www.Doktor.is