hverjar eru aukaverkannir af etoricoxib krka ?

hallo eg er að taka þetta lyf á mornanna og svo seinnipartinn birja ég að skjálfa mikið þetta er frekar óþæginlegt vonandi fæ .eg svar kær kv

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Í fylgiseðli með lyfinu stendur:
-Etoricoxib Krka inniheldur virka efnið etoricoxib. Etoricoxib Krka tilheyrir hópi lyfja sem kallast sértækir COX-2 hemlar. Þeir tilheyra flokki lyfja sem kallast bólgueyðandi gigtarlyf sem
ekki eru sterar (NSAID lyf).
– Etoricoxib Krka hjálpar til við að draga úr verk og þrota (bólgu) í liðum og vöðvum hjá fólkisem er 16 ára og eldra og er með slitgigt, liðagigt, hryggikt eða þvagsýrugigt

Mögulegar aukaverkanir eru ýmsar  eins og með flest lyf, flestar sjaldgæfar og þú getur lesið þér til um þær HÉR

Ég kem ekki auga á neitt á þessum lista sem passar við þína lýsingu en þú skalt endilega ræða þessa líðan við lækninn sem skrifaði upp á lyfið eða þinn meðhöndlandi lækni.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur