Hvíldarpúls

Vel þjálfað íþróttafólk getur haft hægan hvíldarpúls en ef púlsinn fer oft undir 50 hjá manneskju sem ekki er í mikillri þjálfun, getur það verið merki um eitthvað sé að?

Sæl/sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Hvíldarpúls er einstaklingsbundinn og er breytilegur eftir aldri. Talað er um að hvíldarpúls fullorðinna ætti að vera á bilinu 60-100 slög á mínútu. Hjartsláttur telst fræðilega vera hægur (bradycardia) þegar hann er undir 60 slögum á mínútu og það er margt sem getur haft þessi áhrif. Hægur hjartsláttur getur verið merki um að einhvað sé að en þarf ekki að vera það. Bradycardia getur verið eðlilegt ástand og eins og þú nefnir er hvíldarpúls hjá íþróttafólki oft hægur. Það fer eftir ástandi hvers og eins hvort þetta sé eitthvað sem þarf að kikja á eða ekki. Þetta er ekki alltaf áhyggjuefni en ef einkenni eins og orkuleysi, lítið þol, svimi, slappleiki, brjóstverkur, óáttun eða hjartsláttaróregla fer að gera vart um sig er gott að leita til læknis.

Ef þú hefur áhyggjur af þessu ráðlegg ég þér að leita til læknis.

Með bestu kveðju,

Guðbjörg Pétursdóttir, hjúkrunarfræðingur.