Inflúensusprauta

Ég er búin að vera með öll einkenni inflúensu síðan 27.feb.en ekki með hita, en fékk samt sprautu í oktober ´19 getur það verið að það sé rétt, ég er með asma, ætti ég að leita til læknis?

Kveðja

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina. Við inflúensu er lítið annað að gera en að bíða hana af sér og aðstoða líkamann með því að hvílast vel, drekka vel og nota verkjalyf eftir þörfum.  Hafir þú farið í sprautu ættu einkennin að vera vægari en ella. Sprautan gefur ekki 100% vörn en dregur úr einkennunum. Svo eru ýmsar aðrar veirupestir í gangi sem geta einni valdið inflúenzulíkum einkennum.

Ef einkennin eru viðvarandi eða gefa til kynna að þú sért að  fá bakteríusýkingu ofan í vírusinn þarftu að ráðfæra þig við lækni m.t.t. hvort ástæða sé til að meðhöndla það.

þú getur lesið þér betur til HÉR og HÉR

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur