kalíum

of mikið kalíum í blóði ?

Góðan daginn og takk fyrir fyrirspurnina

Kalíum er lífsnauðsynlegt steinefni og elektrólýti sem hjálpar starfsemi vöðva, þar á meðal vöðvunum sem stjórna hjartslætti og öndun líkamans. Kalíum kemur úr fæðunni sem við borðum.

Of mikið kalíum í blóði (e. hyperkalemía) getur verið hættulegt og getur valdið hjartaáfalli og jafnvel dauða. Oft finnur fólk ekki fyrir einkennum þess nema allt of seint. Algengustu einkenni hjá þeim sem finna fyrir þeim eru meðal annars: þrótt leysi og þreyta, magakveisa og ógleði, vöðvaverkir/krampar, öndunarerfiðleikar, hjartsláttaróregla og brjóstverkur.

Algengasta ástæða þess eru nýrnasjúkdómar. Aðrar ástæður geta verið: ofþornun, ýmis lyf, illa meðhöndlað sykursýki, meiðsli sem geta valdið miklum blæðingum og ýmsir sjaldgæfir sjúkdómar.

Ef þú ert gjarn á að hækka í kalíumi eða hefur áhyggjur ráðlegg ég þér að heyra í lækni sem getur metið það og jafnvel pantað blóðprufu.

Kveðja,

Rebekka Ásmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur