Kippir í ungabörnum

Fyrirspurn:


Ég á ömmubarn sem er að fá kippi af og til, hún er 4 daga gömul hvað getur þetta verið?

Aldur:
4 daga

Kyn:
Kvenmaður

Svar:

Sæl og til hamingju með barnabarnið
Kippir í ungabörnum eru vel þekktir og oftast saklausir. Hafa menn kennt vanþroska í taugakerfinu um og eldist þetta þá oftast af þeim.
Hins vegar er alltaf ástæða til að útiloka að eitthvað alvarlegt geti verið að og hvet ég þig/ykkur til að láta skoða barnið og ganga úr skugga um að allt sé í lagi.

Með bestu kveðjum,
Guðrún Gyða Hauksdóttir
Hjúkrunarfræðingur