Klamydía á meðgöngu?

Spurning:
Er komin 10 vikur á leið og var að greinast með klamediu er það ekki hættulegt fyrir fóstrið hvað er til ráða?

Svar:
Klamidían er ekki beinlínis skaðleg fóstrinu en hún getur valdið ótímabærri fæðingu og sýkingu í fósturbelgjum ef hún greinist ekki tímanlega. Þú og maðurinn þinn eruð væntanlega búin að fá meðferð svo þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur.

Kveðja, Dagný Zoega, ljósmóðir