Kláði vegna útbrota

Spurning:

Heil og sæl.

Ég fékk útbrot á hægra lærið fyrir um viku og nú er það komið á vinstra læri og maga og mig klæjar mikið í þetta.

Þetta lýsir sér þannig að húðin roðnar og það koma litlar bólur.
Geta þetta verið svokallaðar „vatnsvörtur“?

Ég er í útlöndum í námi og heimilislæknirinn er í fríi. Er eitthvað kláðastillandi lyf sem ég get notað?

Er alveg að verða vitlaus út af kláða.

Svar:

Kláðastillandi lyf innihalda oftast bólgueyðandi stera og/eða staðdeyfilyf. Xylocain kremið inniheldur lídókain og er það staðdeyfandi og minnkar þannig kláða. Einnig er hægt að kaupa ýmis sterakrem sem innihalda t.d. hydrókortisón sem er vægur bólgueyðandi steri.

Með kveðju,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur