Kreatín

Fyrirspurn:

 

Ég á 14 ára son sem fer í líkamsrækt  3 í viku hann er frekar grannur. Kemur síðan heim og er uppfullur af því að taka  inn Kreatín til að bæta árangur sinn, mig langar að vita hvað kreatin er og hvort að það sé ráðlagt að hann taki þetta inn.

Svar:

Sæl

Hér er tengill á efni á Doktor.is um kreatín

Eins og þú getur lesið þá er það vinsælt hjá afreksmönnum og lyftingaköppum til að byggja upp vöðva en alveg spurning hversu hollt það er óhörnuðum unglingum í vexti.

Ráðlagða dagsskammta af kreatíni er hægt að fá með hollu mataræði.

 

Með bestu kveðjum

Guðrún Gyða Hauksdóttit

Hjúkrunarfræðingur