Kuldi/dofi í fótum

Eg er búinn að vera með í nokkrar vikur kulda í tám. Þetta er eins og búið sé að vera í kulda og fer inn í hita þá kemur svona kaldur dofi í rist og tær fæturnir eru heitir en tilfining eins og mér sé ískslt. Hvað gæti valdið þessu?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Það geta verið mismunandi ástæður fyrir þessu, allt frá köldu veðurfari til vandamála í tauga- og æðakerfi líkamans. Algengasta ástæðan er talin vera þrýstingur á taugar, t.d. ef skór þrengja að í langann tíma eða að taugar skemmast er fótur verður fyrir áverka. Einnig getur maður fengið þessi einkenni ef að blóðflæði í til fóta er skert, sé til staðar skjaldkirtilsvandamál, fólk með sýkursýki og svo er hægt að tengja þetta við kvíða og stress. Ráðlegg þér að kortleggja þetta vel og skrá við hvaða aðstæður er þetta að gerast, spá í skófatnað og hvort að það sé eitthvað sem þú gætir tengt beint við þetta. Ég læt fylgja með smá grein um ástæður fótkulda og dofa í fótum. Haldi þetta áfram myndi ég segja að þú ættir að ráðfæra þig við lækni.

https://www.medicalnewstoday.com/articles/320327.php

Gangi þér vel.

Thelma Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur