Kyngingaörðugleikar

Hvað er gert við þeim ? Ef aðgerð , hvernig ? Um háls eða munn ? Mikið mál ?

Svar:

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Kyngingarörðugleikar (e. Dysphagia) þýðir að það tekur meiri tíma og orku í að kyngja mat eða vökva. Einnig gætu þessir örðugleikar verið vegna verkja. Stundum getur kyngingarörðugleikar verið það alvarlegir að það er ekki hægt að kyngja.

Það eru margar ástæður fyrir kyngingarörðugleikum. Svo best er að leita til læknis til að fá undirliggjandi ástæður því að meðferð við kyngingarörðugleikum eru mismunandi. Þær fara eftir hver upphafleg ástæðan er fyrir þessum örðugleikum.

Dæmi um meðferðir eru: kyngingaræfingar, að læra að kyngja upp á nýtt. Ef þrengsli eru í vélinda er hægt að fara í víkkun á vélindanu. En það er gert með speglun.
Skurðaðgerð er ef það er krabbamein, krampar í vélinda eða það hefur myndast ofanþindarpoki.
Ef um bakflæði er að ræða er hægt að gripa til lyfjagjafar.
Ef kyngingarörðugleikarnir eru alvarlegir er ráðlagt að fólk fari á fljótandi fæði, ef mjög alvarlegt og fólk getur alls ekki kyngt þá þyrfti jafnvel að grípa til sonduísetningar.

Eins og segi hér að ofan, þá er best að leita ráðlegginga varðandi þetta hjá lækni. Finna undirliggjandi ástæður og meðferð samkvæmt því.

Gangi þér vel,

Sigrún Eva Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur.