Lágur blóðsykur?

Spurning:
Ég fór til læknis útaf orkuleysi og var send í blóðprufu og niðurstaðan var sú að ég hefði frekar lágan blóðsykur, en það var ekkert sérstakt tilefni til neinna aðgerða við því. Er eitthvað sem ég get sjálf gert eða er einhver fæða jafnvel sem eykur blóðsykurinn?

Svar:
Komdu sæl.Það sem er mikilvægast að gera til að fyrirbyggja að blóðsykurinn verði of lágur er að borða reglubundið yfir daginn, þriggja til fjögurra tíma fresti. Velja skal kolvetnaríkan mat sem jafnframt er næringarefnaríkur svo sem grófkornmeti og ávexti.Kveðja, Ólafur G. Sæmundsson, næringarfræðingur