Laus barki

Hvað þýðir að ungabörn hafi lausan barka Takk fyrir

Sæl/ll og takk fyrr fyrirspurnina

Ég átta mig ekki á því hvað verið er að spyrja um hér. Barkinn er fastur í báða enda, annars vegar við lungun og hins vegar efra öndunarop.

Mögulega er verið að spyrja um linan barka. Barkinn er úr brjóski og þegar börn fæðast er þetta brjósk misjafnlega mjúkt, sérstaklega hjá börnum sem fæðast fyrir tímann.

Þetta getur valdið þeim vandræðum fyrst í stað en lagast venjulega þegar þau vaxa og þroskast og brjóskið stífnar.

Með kveðju

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur