loft í ristli

Góðan dag. Ég er svo oft að leysa vind – ekki með lykt en bara prumpa í tíma og ótíma. Ég forðast mat sem inniheldur rúg. Hvað er til ráða?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.

Ef þetta veldur ekki óþægindum og er lyktarlaust þá er þetta síður eitthvað sjúklegt ástand en vissulega pirrandi. Þú getur prófað þig áfram með mataræðið hvort það hafi áhrif. Matvæli á borð við baunir, mjólkurvörur, hrátt grænmeti, gervisykur og gos hefur áhrif á loftmyndun.

Ef þetta fer að valda þér frekari óþægindum þá mæli ég með að leita ráða hjá lækni.

Gangi þér vel

Lára Kristín Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur