Lyf syklalyf og pensilin er það sama lyfið

Sýklalyf er það sama og pensilin?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina,

Á Íslandi notum við oftast orðið sýklalyf sem samheitalyf yfir lyf við bakteríusýkingum. Til eru margar mismunandi tegundir af sýklalyfjum sem að virka öll á mismunandi hátt og henta því mismunandi bakteríusýkingum.

Penicillin er í rauninni undirtegund af  sýklalyfi þar sem virka efnið í pencillini er notað sem bakteríudrepandi.

Þeir sem eru með ofnæmi fyrir penicillini geta fengið aðra tegund af sýklalyfi, svonefnd súlfalyf.

Bylgja Dís Birkisdóttir, hjúkrunarfræðingur.