Spurning:
Ég er með svo stórt nef að mér líður illa af því, Hvað kostar lýtaaðgerð á nefi? Þarf maður að ver orðinn 18 ára áður en maður fer í lýtaaðgerð (án vitundar foreldra)? Hve lengi eru öll ummerki um að maður hafi verið í aðgerð að hverfa? Er þetta eða getur þetta verið hættulegt? Hverjar eru líkurnar á að aðgerðin mistakist (ef einhverjar eru)? Þarf maður að mæta aftur í skoðun seinna til læknis eftir að aðgerðin hefur verið gerð?
Svar:
Sæll Lýtaaðgerð á nefi er nokkuð algeng aðgerð. Engin aðgerð kemur án hugsamlegra aukaverkana, þó þær séu ekki algengar. Hún kostar ca. 200.000-250.000 eftir því hvað þarf að gera og að sjálfsögðu þarf ég að sjá þig til að segja þér það betur. Þetta með vitund foreldra fer eftir því hvort þú býrð heima eða ekki og ert a.m.k. orðinn 18. Það fer líka eftir því hvað þarf að gera hvað þú ert fljótur að jafna þig.
Best væri að ég fengi að sjá þig. Stofa mín er í Dómus 563-1060.
Kær kveðja Ottó