Má taka magnýl og Íbúfen saman?

Spurning:
Ég er á Íbúfen og parkódin vegna vöðvabólgu. En er svo að taka magnyl alla dag til blóðþynningar en spurning mín er má ég taka magnyl og íbúfen saman?

Svar:
Samkvæmt nýlegum rannsóknum  virðist íbúprófen (Íbúfen) geta dregið úr blóðþynnandi áhrifum asetýlsalicýlsýru (Magnýl, Aspirin) þegar þau eru tekin saman. Því mæla margir með því að nota frekar önnur bólgueyðandi verkjalyf hjá þeim sem taka asetýlsalicýlsýru til að fyrirbyggja blóðtappa. Þú ættir að ræða þetta við lækninn þinn.
 

 

Finnbogi Rútur Hálfdanarson

lyfjafræðingur