Hvað er gott að borða þegar magasýrur eru í ójafnvægi er að taka sykursýkislyf sem fara svona ílla í mig
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.
Það eru til mörg heimaráð við uppþembu og ójafnvægi á magasýrum og misjafn er hversu vel fólki finnast þau virka. Algengast er að borða banana, drekka mjólk, 1tsk matarsódi í vatn, 1tsk eplaedik í vatn á fastandi maga, taka inn góðgerla daglega (acidophilus) og meltingarensím svo eitthvað sé nefnt.
Mikið kryddaður matur, sítrusávextir, tómatar, kaffi, áfengi hafa slæm áhrif og ýta undir magasýrur og ætti að forða þau matavæli.
Einnig er ekki gott að borða mjög feitan mat og stórar máltíðir.
Bendi einnig á meðfylgjandi grein um vélindabakflæði.
https://doktor.is/grein/bakflaedi-i-velinda
Ef líðan þín breytist ekki með breyttu mataræði þá skaltu ráðfæra þig betur við lækninn þinn.
Gangi þér vel.
með kveðju,
Lára Kristín Jónsdóttir
Hjúkrunarfræðingur.