Ég tók eftir því í morgun þegar ég var að klæða mig að lófastór marblettur var kominn á kálfann neðanverðan.. Kannast ekki við að neitt hafi komið fyrir mig. Hvað getur orsakað þetta.?
Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.
Margar ástæður geta verið fyrir mari en algengasta ástæðan er að þú hafir rekið þig í án þess að taka eftir því eða hreinlega munir ekki eftir því. Í öðrum tilvikum getur marblettur mögulega stafað af:
- lyfjum – t.d. blóðþynningarlyfjum eða magnýl (acetylsalicylicsýra)
- Fæðu – t.d. lýsi eða öðrum fiskiolíum og hvítlauk
- Vítamínskorti – t.d. C- eða K- vítamínskortur
- Öðrum undirliggjandi heilsufarssástæðum eða sjúkdómum.
Læt einnig fylgja góða grein um marbletti: https://doktor.is/grein/marblettir
Gangi þér vel,
Auður Hávarsdóttir, hjúkrunarfræðingur