Margra ára notkun

Ég á frekar langa andlega sögu, var settur á Fluoxetin fyrst 8 ára, hætti á því í menntaskóla og byrjaði svo aftur (fyrst aðeins á propanolol) á fluoxetin um 19-20 ára aldur (er 26 í dag), og hef verið á því þar til fyrr á þessu ári, þá trappaði ég mig sjálfur niður (á mjög óábyrgan hátt án leiðbeininga frá lækni) og hef verið alveg af lyfinu nú í sirka 2 mánuði.
Ég hef svo frá því ég hætti, verið að finna fyrir meiri og meiri aukningu kvíða og þráhyggju (hætti líka notkun cannabis eftir 3 ára notkun á sama tíma) ..
Ég er að fara að byrja aftur á litlum skammti (20 mg) því ég tel að ég hafi hætt á röngum tíma í lífinu, ætti að bíða betri aðstæðna og fá sálfræðiaðstoð með, en allavegana..

* Spurningin mín er , á óttinn minn rétt á sér að langtíma notkun svona lyfs eins og fluoxetin geti valdið slíkum „heilaskaða“ að ef ég fer af lyfinu geti heilinn minn ekki framleitt seretonin sjálfur án þess? *

Mér líður mjög óþæginlega með það að vera að byrja aftur á lyfinu, vegna tilhugsunarinnar um þetta.

Ég sé allskyns greinar um þetta á netinu sem rugla mig í rýminu því þær segja svo ólíka hluti. Sumir segja já við því en aðrir segja að lyf eins og Fluoxetin skapi „new neurons“ í heilanum.

Mér skilst að það séu ekki til miklar rannsóknir sem geta sannað annaðhvort, en langar að vita hvað þið hafið um þetta að segja.

Takk

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Þú skalt klárlega fara með þessar vangaveltur til þíns meðferðaraðila þar sem hann/hún hefur væntanlega kynnt sér lyfið og langtímaverkun þess.

Það er mikilvægt að þú berir traust til meðferðarinnar og hafir trú á henni og það traust næst best fram með slíku samtali.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur