mataræði hjartasjúklinga

Er lifur óholl fyrir hjartasjúklinga?

Góðan daginn og takk fyrir fyrirspurnina

Lifur inniheldur A vítamín, fólinsýru, járn, B vítamín og fleiri vítamín sem eru góð fyrir líkamann. Lifur inniheldur einnig ákveðið magn af kólesteróli sem getur valdið kólesteról hækkun hjá sumum einstaklingum. Einnig getur of mikið magn af lifur valdið A vítamín eitrun í sumum tilfellum. En margt er gott í hófi og ráðlegg ég þér að bera þetta undir þinn lækni.

Gangi þér vel,

Rebekka Ásmundsdóttir,

hjúkrunarfræðingur