Mikill kláði í lófa

Ég er búin að vera með mikinn kláða í lófanum í nokkrar vikur og hann fer bara versnandi og er núna handarbakið líka. Tek Loritín til að minka kláðann enn hann fer ekki alveg. Er ekki með nein útbrot eða sjáanleg einkenni. Hvað getur valdið þessu? Ætti ég að leita til læknis?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Trúlega er þetta ofnæmi og rétt hjá þér að prófa að taka Loritín.  Í fyrirspurn þinni kemur fram að kláðinn minnki við Loritín þó hann hverfi samt ekki alveg, þannig að Loritín virkar eitthvað en er greinilega ekki alveg nóg fyrir þig.

Já ég myndi í þínum sporum leita læknis. Það er hugsanlegt að þetta sé eitthvað annað og þá gæti hann viljað taka blóðprufur.

Gangi þér vel,

Svanbjörg Pálsdóttir

Hjúkrunarfræðingur