Miklir túrverkir

Fyrirspurn:

 Góðan dag, ég var að velta fyrir mér einu. Ég tók 2 pilluspjöld í einu og nú eru blæðingar mínar ákaflega litlar en ég er með frekar mikla túrverki. Er það eðlilegt? Ég fór í keiluskurð í janúar 2007 og síðan þá hafa túrverkirnir verið frekar miklir og það hefur komið frekar lítið blóð, en ekki eins lítið og er nú. Eru einhverjar ástæður fyrir þessu eða er þetta kannski eðlilegt í ljós þess að ég tók 2 pilluspjöld í einu? Með fyrirfram þökk

Aldur:

29

Kyn:

Kvenmaður

Svar:

Sæl

Ég á erfitt með að tengja það að taka 2 pilluspjöld í röð og hafa minni blæðingar og meiri verki.  Hvort þetta tengist keiluskurðinum er erfitt að segja.  Það er þó mögulegt að svo sé.  Ef svo væri þá stafaði það af því að þrenging hefði myndast í leghálsinum.  Þetta er hlutur sem kvensjúkdómalæknir ætti að geta skorið úr um.  Ég ráðlegg þér að ræða við kvensjúkdómalækni um þetta og láta skoða þig.

Kveðja,

Gunnlaugur Sigurjónsson, læknir