Missti fóstur og er ólétt aftur?

Spurning:
Kæri netdoktor.
Ég missti fóstur komin sjö vikur á leið og hef ekki byrjað á blæðingum síðan. Í síðustu viku byrjaði ég að finna aftur fyrir spennu í brjóstunum, og ákvað að taka þungunarpróf á föstudaginn og þá kom dauf lína. Ég veit að allt þungunarhormón frá síðust meðgöngu er löngu farið. Hvað er mögulegt að ég sé komin langt á leið? Get ég eitthvað gert til þess að reyna að varna því að missa þetta fóstur?
Kær kveðja.

Svar:
Það er mögulegt að þú sért komin rúmar 5 vikur á leið því egglos getur hafa orðið ca 2 vikum eftir fósturlátið. Það er fátt sem þú getur gert til að varna því að þetta fóstur fari – vera bara bjartsýn og ástunda holla lífshætti. En það er alltaf meiri hætta á að missa fóstur verði kona ólétt mjög skömmu eftir fósturlát. Þess vegna er talið ráðlegt að bíða í 2 – 3 tíðahringi eftir að fóstulát verður þar til kona reynir aftur við barneignir.

Vona að þetta fari vel.

Kveðja,

Dagný Zoega, ljósmóðir