Mótefnamælingar

Getur almenningur farið í mótefnamælingu vegna covid og þá hvar.

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Hægt er að fara í mótefnamælingu hjá Sameind. Á heimasíðu þeirra kemur m.a. þetta fram

Ekki er þörf á beiðni frá lækni til að koma í mótefnamælingu gegn SARS-CoV-2 veirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Engar tímabókanir, það nægir að mæta á einhverja starfsstöð Sameindar og taka númer.

HÉR finnur þú frekari upplýsingar hvað þetta varðar.

Einstaklingar utan höfuðborgarsvæðisins ættu að fá leiðbeiningar í gegnum sína heilsugæslu

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur