Daginn
Undanfarin ár hef ég pantað og átt til fæðubótar efni sem heitir NAC, N-Acetyl Cysteine, tekið inn 1 töflu á dag í nokkra daga. Þegar ég hef verið að fá kvef, eða einkenni flensu. Oft ef ekki bara alltaf hefur það minnkað eða komið í veg fyrir veikindi.
Ég ráðfærði mig til Heimilslæknirinn minn um notkun NAC og hann taldi þetta væra hið besta mál og það vera hættulaust.
Ég hef alltaf pantað NAC af Iherb.com ástamt öðrum fæðubótarefnum. Núna síðast þegar ég panta þá er sendingin stoppuð af tollinum, sagt að N-Acetyl Cysteine sé á bannlista hjá MAST Matvælastofun þar sem það sé flokkað sem lyf og ekki megi flytja það inn.
Ég er eiginlega mjög ósáttur í ljósi þess að það er covid faraldur í gangi. Þar sem engin lækning er til við þann vírus, þá er það eina sem maður getur gert er að vera sem heilsuhraustastur fyrir utan að einangra sig og passa hreinlæti. Ég er ekki með læknismentun. En ég hef lesið mér til og aflað mér upplysingar um og lesið rannsóknir.
Ótal rannsóknir sýna kosti þess að inntak NAC
Eftirfarandi grein fer létt yfir helstu kosti og vitnar í rannsóknir
Mín fyrirspurn er sú að, væri hægt að fá faglegt ráð frá sérfræðing þá helst lækni. Hjá ykkur um þetta tiltekna „lyf“ og eins hvort það sé selt á íslandi gegn lyfseðli.
kv
Sæll og takk fyrir fyrirspurnina
Þú skalt endilega senda þessa fyrirspurn til MAST og læknisins þíns
Með kveðju
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur