Sæl,
Síðustu daga hef ég verið að fá einskonar náladofa í tunguna. Þetta er ekki stanslaust og er að koma og fara. Tengi þetta ekki við neinn sérstakan mat eða neitt svoleiðis. Hvað getur þetta verið
Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina
Það er erfitt að giska á hvað getur valdið þessu. Þekkt er að finna doða í tungu ef maður er með ofnæmi fyrir einhverri fæðu sem veldur þá bólgusvörun og tilheyrandi doða eða breyttri tilfinningu í tungu og munnholi. Eins geta vírussýkingar valdið ýmsum einkennum í slímhúð og munnholi sem ganga þá yfir með tíma.
Ef þetta heldur áfram án þess að þú finnir skýringu og þetta truflar þig skaltu ráðfæra þig við lækni.
Með kveðju
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur